Björn Th. Árnason (Björn Theodór Árnason) 25.09.1950-

Foreldrar: Árni Björnsson, fv. yfirlæknir í Reykjavík, bús. á Álftanesi, f. 14. júní 1923 í Reykjavík, d. 24. okt. 2004, og k. h. Guðný Theodórsdóttir Bjarnar, f. 9. apríl 1922 í Reykjavík.

Námsferill: Lauk kennaraprófi frá TónIistarskólanurn í Reykjavík 1975 og einleikaraprófi á fagott frá sama skóla 1976; stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vín, Austurríki 1976-1980; sótti námskeið í hljóðfæraleik í Austurríki, Noregi og Svíþjóð; sótti einnig knattspyrnunámskeið á vegum Austurríska knattspyrnusambandsins 1977-1980 og í Þýskalandi, Belgíu, Danmörku og Sviss.

Starfsferill: Var kennari í hljóðfæraleik við Tónlistarskólann á Akranesi 1980-1981, í Færeyjum 1981-1983, Njarðvík 1983-1984 og á Seltjarnarnesi 1983-1987; var lausráðinn fagottleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1970-2000 og lék einleik með hljómsveitinni; lék á sama tíma með hljómsveit Íslensku óperunnar, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitinni og Íslenska blásarakvintettinurn; skólastjóri Tónlistarskóla FÍH frá 1987.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 177. Sögusteinn 2000.

Staðir

Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Skólastjóri 1987-

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fagottleikari 1970 2000

Tengt efni á öðrum vefjum

Fagottleikari, skólastjóri og tónlistarkennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.12.2014