Eiríkur Grímsson 1512-1597

<p>Prestur, fæddur um 1512. Að hans eigin sögn var hann fæddur að Mosfelli í Grímsnesi en hafði alist upp í Skálholti frá blautu barnsbeini og orðið þar djákni og kirkjuprestur. Hann kemur fyrst við sögu 1530 og er þá talinn til presta en síðast er hans getið 1586. Hann gæti hafa verið prestur að Gilsbakka og þjónað Húsafelli. Hann mun hafa afhent Gilsbakka í fardögum 1581. Fluttist í Skálholt og lést þar.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 404.</p> <p>fæddur um 1512, d. 1597, var prestur á Gilsbakka frá því um 1550 en gegndi prestþjónustu um tveggja ára skeið á Húsafelli einnig. Hann var sonur Gríms bónda í Auðsholti í Biskupstungum og meðal bræðra hans voru séra Freysteinn í Stafholti og séra Eyjólfur á Melum.</p> <p align="right">Heimild: Saga Húsafells á Netinu</p> <p>Í bók Sveins Níelssonar er Eirðikur sagður hafa misst embættið 1580 vegna brots og látist 1597.</p> <p align="right">Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson. Bls. 90. </p>

Staðir

Gilsbakkakirkja Prestur -1581
Húsafellskirkja Prestur 16.öld-16.öld

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.08.2014