Hermína Sigurgeirsdóttir Kristjánsson 16.11.1904-26.12.1999

<p>Hermína fluttist sem kornabarn til Akureyrar og lærði þar hljóðfæraleik hjá föður sínum en fluttist til Reykjavíkur um 1923 og stundaði þar nám í píanóleik. Síðar fór hún til Kaupmannahafnar og vann þar námsstyrk til þriggja ára við Tónlistarskóla Kaupmannahafnar. Þar kynntist hún Birni [Kristjánssyni manni sínum, stórkaupmanni - f. 14. nóvember 1897, d. 28. janúar 1980] og fluttust þau til Hamborgar 1929. Þar stundaði hún áfram nám í píanóleik og hélt nokkra tónleika, þar til heimsstyrjöldin hófst 1939, en Björn stundaði viðskipti við Ísland.</p> <p>Þegar viðskiptasamböndin við Ísland rofnuðu harðnaði á dalnum hjá fjölskyldunni og hóf Hermína þá að kenna píanóleik og fékk fljótlega marga nemendur. Þegar allt var komið í bál og brand flýði fjölskyldan til Kaupmannahafnar þar sem Hermína stundaði kennsluna áfram til stríðsloka 1945.</p> <p>Fljótlega eftir heimkomuna hóf Hermína píanókennslu, fyrst heima hjá sér en stuttu síðar við Tónlistarskóiann í Reykjavík allt til ársins 1974. Seinni árin var hún yfirkennari í píanókennaradeild Tónlistarskólans. Hún varð heiðursfélagi í féIagi tónlistarkennara 1980 og í félagi íslenskra tónlistarmanna 1988. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1979.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 7. janúar 2000 bls. 42</p> <p>Sjá einnig Kennaratal á Íslandi, 1. bindi bls. 287.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Píanókennari 1948-1974

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.10.2017