Hermína Sigurgeirsdóttir Kristjánsson 16.11.1904-26.12.1999

Hermína fluttist sem kornabarn til Akureyrar og lærði þar hljóðfæraleik hjá föður sínum en fluttist til Reykjavíkur um 1923 og stundaði þar nám í píanóleik. Síðar fór hún til Kaupmannahafnar og vann þar námsstyrk til þriggja ára við Tónlistarskóla Kaupmannahafnar. Þar kynntist hún Birni [Kristjánssyni manni sínum, stórkaupmanni - f. 14. nóvember 1897, d. 28. janúar 1980] og fluttust þau til Hamborgar 1929. Þar stundaði hún áfram nám í píanóleik og hélt nokkra tónleika, þar til heimsstyrjöldin hófst 1939, en Björn stundaði viðskipti við Ísland.

Þegar viðskiptasamböndin við Ísland rofnuðu harðnaði á dalnum hjá fjölskyldunni og hóf Hermína þá að kenna píanóleik og fékk fljótlega marga nemendur. Þegar allt var komið í bál og brand flýði fjölskyldan til Kaupmannahafnar þar sem Hermína stundaði kennsluna áfram til stríðsloka 1945.

Fljótlega eftir heimkomuna hóf Hermína píanókennslu, fyrst heima hjá sér en stuttu síðar við Tónlistarskóiann í Reykjavík allt til ársins 1974. Seinni árin var hún yfirkennari í píanókennaradeild Tónlistarskólans. Hún varð heiðursfélagi í féIagi tónlistarkennara 1980 og í félagi íslenskra tónlistarmanna 1988. Hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1979.

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 7. janúar 2000 bls. 42

Sjá einnig Kennaratal á Íslandi, 1. bindi bls. 287.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Píanókennari 1948-1974

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.10.2017