Brynjólfur Guðmundsson 07.07.1926-15.05.2015
<p>... Brynjólfur var um tíma ritari ungmennafélagsins Vöku í Villingaholtshreppi og hann var stofnandi og formaður sauðfjárræktarfélags Gaulverjabæjarhrepps. Brynjólfur var í húsnefnd félagsheimilisins Félagslundar í Gaulverjabæjarhreppi í tuttugu ár og lengi formaður nefndarinnar. Þegar Félagslundur var stækkaður gegndi húsnefndin einnig hlutverki byggingarnefndar. Hann sat einnig um árabil í fræðslunefnd Gaulverjabæjarhrepps.</p>
<p>Eftir að búskap lauk og meðan heilsa Brynjólfs leyfði fóru þau Arndís í ferðir til Evrópulanda, Bandaríkjanna, þar sem Guðmundur bróðir Arndísar bjó, og eina ferð til Kanada. Brynjólfur fór einnig með Ragnari syni sínum og fjölskyldu hans í ferð til Filippseyja árið 2004. Í frístundum fékkst Brynjólfur við handverk og ljóðagerð og árið 2010 kom út eftir hann ljóðabókin „Það er draumur þinn jörð“.</p>
<p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 27. maí 2015.</p>
Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum
2 hljóðrit
Dags | Safnmark | Efni | Heimildarmenn | # |
---|---|---|---|---|
22.07.1971 | SÁM 86/640 EF | Saga af því þegar síðast var hreyft við hólunum við Stórukot | Brynjólfur Guðmundsson | 25418 |
22.07.1971 | SÁM 86/640 EF | Sagt frá hól við Kolsholtshelli sem ekki mátti slá og saga um hann, einnig saga af því þegar móðir B | Brynjólfur Guðmundsson | 25419 |
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.07.2015