Ólafur Ólafsson (lærði karl) -29.11.1666

Prestur. Lærði í Hólaskóla og fór til Hafnar 1605 og var skráður í Hafnarháskóla. Varð rektor á Hólum 1611-1619. Vígðist líka 1611 til þess að geta gegnt prestverkum á Hólum . Greiddi 1614 sekt fyrir barneignarbrot en hélt starfi sínu. Fékk Grímstungur líklega 1619 en missti þar prestskap fyrir skírlífisbrot 1638.

Staðir

Hóladómkirkja Prestur 1611-1619
Grímstungukirkja 1619-1638

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.06.2016