Páll Óskar Hjálmtýsson 16.03.1970-

<p>Páll Óskar er sjálfmenntaður söngvari og hefur unnið sem slíkur frá barnsaldri. Hann hefur verið áberandi sem ein skærasta poppstjarna Íslands og eftir hann liggja fjölmargar upptökur á hljómplötum, sólóplötur og samstarfsverkefni með öðrum tónlistarmönnum. Páll Óskar er einn af fáum íslenskum tónlistarmönnum sem er jafnvígur á stuðtónlist og ballöður, enda er leitun að öðrum tónlistarmanni sem höfðar til jafn breiðs hóps hlustenda. Plötur hans hafa selst í bílförmum og troðfullt er á tónleika hans og dansleiki.</p> <p>Eldra fólk sem og börn á leikskólaaldri kunna lög hans utanbókar. Páll Óskar er yngstur sjö systkina og ólst upp í vesturbænum í Reykjavík. Foreldrar hans, Hjálmtýr Hjálmtýsson og Margrét Matthíasdóttir, voru bæði menntaðir söngvarar og störfuðu með fjölmörgum kórum. Systir Páls Óskars, Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) er sömuleiðis ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, þannig að hér telst fullsannað að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni ...</p> <p align="right">Af Tónlist.is.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Milljónamæringarnir Söngvari

Skjöl

Páll Óskar Mynd/jpg
Páll Óskar Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.05.2016