Steingrímur Jónsson 14.08.1769-14.06.1845

Lærði við SSkálholtsskóla og Reykjavíkurskóla eldra og varð stúdent þaðan 1788. Var skrifari hjá Hannesi Finnssyni, biskups. Tók ýmis próf, m.a. guðfræðipróf við Hafnarháskóla 1803 með ágætiseinkunn. Fékk Odda 16. febrúar 1810, varð prófastur í Rangárþingi 1812 og skipaður biskup 1824. Eftir lát Geirs biskups kallaði konungur Steingrím prófast til biskups yfir Íslandi 12. maí 1824 og var hann vígður bisk­upsvígslu af Münter Sjálandsbiskupi 26. des­ember (annan dag jóla) s.á., kom út hingað í maímánuði 1825 og tók við biskupsembætt­inu; var hann fyrsta árið í Reykjavík, en flutti síðan að eignarjörð sinni Laugarnesi, er kon­ungur hafði keypt af honum til þess að þar skyldi vera biskupssetur framvegis; lét Stein­grímur biskup reisa þar steinhús allveglegt, Laugarnesstofu, og fékk til þess styrk all­mikinn hjá konungi.Hann var manna best að sér, skyldurækinn embættismaður og hagmælt valmenni. Ritaði margt um sögu Íslands og ættfræði.

Heimild: Guðfræðingatal, Hannes Þorsteinsson, Gutenberg 1907 - 1910.

Staðir

Oddakirkja Prestur 16.02. 1810-1812

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.02.2014