Þorsteinn Hjálmarsen 06.12.1794-18.10.1871

Prestur. Varð stúdent úr heimaskóla 1814. Nam við Hafnarháskóla, tók annað lærdómspróf og lagði stund á guðfræði en vegna féleysis fékkst hann við kennslu í Kalundborg en hvarf til heimalandsins og kenndi á Eskifirði. Fór utan aftur en kenndi þá brjóstveikinnar auk augnveiki og danskir doktorar hvöttu hann til þess að vera um kyrrt á Íslandi. Fékkst við kennslu hér þar til hann fékk Helgastaði 7. janúar 1828 og gegndi þann vetur fyrir Gunnlaug Oddsson dómkirkjuprest. Fór að Helgastöðum í apríl sama ár og fékk Hítardal 6. júní 1829 og hélt til æviloka. Prófastur Mýrasýslu 1837 - 1871. Alldrjúgur við ritstörf.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 209 - 210.

Staðir

Helgastaðakirkja Prestur 07.01.1828-1829
Dómkirkjan Prestur 1828-1829
Hítardalskirkja Prestur 06.06.1829-1871

Prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.10.2017