Helga Björg Ágústsdóttir 08.05.1972-

Helga Björg Ágústsdóttir sellóleikari lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Garðabæ árið 1992 og stundaði framhaldsnám við Sweelinck Conservatorium í Amsterdam hjá Dmitri Ferschtman. Einnig sótti hún tíma í sellóleik hjá Melissa Phelps í London. Helga hefur sótt fjölda námskeiða og tónlistarhátíða víða í Evrópu og leikið með ýmsum hljómsveitum og kammerhópum bæði í Hollandi og á Íslandi. Frá árinu 2000 hefur hún starfað sem kennari og hljóðfæraleikari á Íslandi. Hún kennir nú við Nýja Tónlistarskólann, Tónlistarskólann Doremi og Tónlistarskólann í Garðabæ. Þá hefur hún leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og ýmsum kammermúsíkhópum.

Af vef Sumartónleika í Sigurjónssafni 5. júlí 2005.


Tengt efni á öðrum vefjum

Sellóleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.10.2013