Bjarni Þór Bjarnason 14.11.1962-

<p>Prestur. Stúdent frá MH 1982. Cand. theol. frá HÍ 26. júní 1987. Próf í uppeldis- og kennslufræðum frá KHÍ 1991.Fékkst við ýmis störf að námi loknu, m.a. kennslustörf. Skipaður héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi 15. maí 1991 til 15. júní 1997, vígður 12. maí 1991. Skipaður prestur í Garðaprestakalli 15. júní 1997 til 30. september 1999. Starfaði um tveggja ára skeið innan ensku biskupakirkjunnar. Settur prestur í Grafarvogsprestakalli 1. september 2001. Hefur unnið margvísleg störf innan kirkjunnar og sérstaklega með unglingum.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 239-40 </p>

Staðir

Garðakirkja Prestur 15.06.1997-30.09.1999
Grafarvogskirkja Prestur 01.09.2001-

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 21.09.2018