Jón Ásgeirsson 28.11.1804-25.09.1886

<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla 1828 og vígðist aðstoðarprestur föður síns í Holti í Önundarfirði 20. júní 1830 og aðstoðaði hann í prófastsverkum. Gegndi embættinu fram á sumar 1836. En varð aðstoðarprestur í Álftamýri 7. mars 1837 og fékk það prestakall 16. ágúst 1839 og fékk Hrafnseyri 9. október 1862 og lét af prestskap 1882 og fluttist að Álftamýri hvar hann lést. Hann var talinn vel gefinn, kennimaður hinn andríkasti, valmenni hið mesta allra manna fimastur og afburðamaður að afli, alla tíð fátækur enda drykkfelldur um of.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 54-55. </p>

Staðir

Holtskirkja Aukaprestur 20.06.1830-1836
Álftamýrarkirkja Aukaprestur 07.03.1837-1839
Álftamýrarkirkja Prestur 16.08.1839-1862
Hrafnseyrarkirkja Prestur 09.10.1862-1882

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 7.07.2015