Lilja Gottskálksdóttir (Þangskála-Lilja) 25.08.1831-23.11.1890

Lilja var fædd á Ytra-Mallandi á Skaga, dóttir Gottskálks Eiríkssonar bónda þar og vinnukonu hans, Valgerðar Árnadóttur. Hún ólst upp á nokkrum hrakningi á Skaga. Árið 1860 giftist Lilja Pétri Jónssyni ekkjumanni á Þangskála en Pétur dó árið 1865. Lilja bjó áfram á Þangskála með börnum þeirra Péturs og giftist 1866 Sveini nokkrum Pálssyni. Búnaðist þeim fremur illa og slitu samvistir um 1870. Höfðu þau þá eignast tvær dætur sem báðar dóu ungar. Var Lilja síðan víða í vinnumennsku í Skagafirði. Seinast var hún á Þorbjargarstöðum á Laxárdal hjá Andrési syni sínum og konu hans, Kristjönu Jónsdóttur, og þar dó hún. Albróðir Lilju var Jón Gottskálksson sem kallaður var Skagamannaskáld. Lilja var þekktur hagyrðingur í Skagafirði á sínum tíma. (Sjá Hannes Pétursson: „Stökur Þangskála-Lilju.“ Frá Ketubjörgum til klaustra. Reykjavík 1990, bls. 137–149)

Erindi


Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 30.07.2014