Bjarni Arngrímsson 1768-08.04.1821

<p>Prestur. Hóf nám við Skálholtsskóla 1786 en útskrifaðist sem stúdent frá Reykjavíkurskóla eldra 1788 með hinum lofsamlegustu ummælum fyrir gáfur og siðprýði. Stundaði m.a. kennslustörf áður en hann fékk Mela í Melasveit 24. október 1795 og var þar til dauðadags. Hann var maður vel að sér og kenndi nokkrum nemendum, þótti góður kennimaður og ágætur barnafræðari en mjög strangur og siðavandur. Mikill atorkumaður og búmaður ágætur enda efnaðist hann vel. Eftir hann liggur talsvert af ritsmíðum, m.a. handhægt garðyrkjukver.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 156.</p>

Staðir

Melakirkja Prestur 24.10.1795-1821

Prestur
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 9.06.2015