Páll Ketilsson -1720

Prestur fæddur um 1644. Fór til Hafnar 1663 og kom aftur 1665 og vígðist 15. október 1665 sem aðstoðarprestur föður síns að Hvammi í Dölum, fékk prestakallið eftir hann 1668. Varð prófastur í Dalasýslu 1687, fékk Staðastað 17. nóvember 1791 og lét þar af prestskap 1702. Fluttist að Slítandastöðum og lést þar. Vel gefinn og skáldmæltur merkisprestur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 129.

Staðir

Hvammskirkja í Dölum Aukaprestur 15.10. 1665-1668
Hvammskirkja í Dölum Prestur 1668-1691
Staðakirkja á Staðastað Prestur 17.11.1691-1702

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.04.2015