Fritz Weisshappel (Friedrich Carl Johann Weisshappel) 18.07.1908-28.01.1964

Foreldrar: Friedrich Weisshappel, hljómlistarmaður í Vínarborg, og k. h. Anna ProbstWeisshappel, söngkona.

Námsferill: Lauk stúdentsprófi í Vín í Austurríki og stundaði þar einnig tónlistarnám og lagði helst stund á sellóleik.

Starfsferill: Kom til Íslands 1927, 19 ára að aldri og dvaldist hér að mestu leyti eftir það; starfaði hér fyrst sem selló- og kontrabassaleikari en lék æ oftar undir á píanó hjá söngvurum, innlendum og erlendum og ennfremur með kórum; var kontrabassaleikari í Sinfóníuhljómsveit Ísland 1950-1961 og framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar 1961-1962; fastráðinn starfsmaður Ríkisútvarpsins frá 1939 en hafði áður starfað nokkuð við stofnunina.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 190. Sögusteinn 2000.

... Árið 1928 var ungur sellóleikari ráðinn til stuttrar starfsdvalar í hótelhljómsveit í Reykjavík. Þetta var Fritz Weisshappel, sem kom hingað til lands aðeins 19 ára gamall. Hann er nú mun betur þekktur sem píanóleikari, enda tók hann fljótlega að einbeita sér að því hljóðfæri. Hann ílentist hér, spilaði undir hjá söngvurum og kórum og varð fljót- lega einn mikilvirkasti og ástsælasti meðleik- ari íslenskra söngvara og kóra um langt árabil. Til er ótrúlegur fjöldi af upptökum, bæði hjá útvarpinu og útgefinn á plötum þar sem hann er við píanóið. Hann tók við af Emil Thoroddsen sem píanóleikari við ríkisútvarpið árið 1939 en hafði í tvö ár þar á undan oft leyst Emil af þar sem hann glímdi við veikindi. Eftir að hann var fastráðinn við útvarpið má segja að hann hafi spilað með þorranum af íslenskum einsöngvurum og margsinnis hefur kynningin: „og það er Fritz Weisshappel sem leikur undir á píanó“ hljómað í gegnum árin. Hann var auk þess meðleikari með Karlakór Reykjavíkur um árabil og ferð- aðist víða með einsöngvurum jafnt sem kórnum. Þegar Ríkisútvarpið tók aftur við rekstri Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 1960, tók hann við framkvæmdastjórninni. Fritz Weisshappel lést í Reykjavík árið 1964 og hafði þá búið hér allan sinn starfsaldur og eignast hér fjölskyldu...

Úr grein Ingibjargar Eyþórsdóttur Erlendir tónlistarmenn á Íslandi: Brautryðjendur – stóra stökkið.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Útvarpshljómsveitin

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanóleikari og sellóleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.02.2016