Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni) 07.10.1965-

<p>Dr. Gunni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi 1985 og prófi í prentsmíði við Iðnskólann í Reykjavík 1994: „Ég starfaði aldrei við prentsmíði enda lærði ég þar úrelta tækni á röngum tíma. Tölvuvinnslan var að taka yfir en kennslan snerist um skeytingu með ljósaborðum og forneskju. Þetta var svona svipað því að læra gaslagnir þegar Gasstöðin í Reykjavík var lögð niður.“</p> <p>Dr. Gunni var gjaldkeri í Landsbanka Íslands að loknum stúdentsprófum til 1993, starfaði í hljómplötudeild Japis 1994-96, skrifaði um dægurmál og tónlist í Helgarpóstinn 1991-93, um sama efni í Pressuna 1994, í DV með hléum á árunum 1998-2006 og um menningarmál, dægurmál og neytendamál í Fréttablaðið á árunum 2006-2010.</p> <p>Hann skrifaði um tónlist í Þjóðviljann 1990-91, hefur skrifað pistla um tónlist og fleira í Iceland Grapevine frá 2010, um neytendamál og plötugagnrýni í Fréttatímann 2011-2012 og á ensku um tónlist og dægurmál í Iceland Review Street Edition 2012- 2013, auk ýmissa verktakaskrifa fyrir tímarit.</p> <p>Dr. Gunni hefur bloggað frá 2001, bloggaði á Okursíðunni.okur.is á ár- unum 2007-2012 og heldur nú úti bloggi á drgunni.wordpress.com.</p> <p>Jafnframt blaðamennskunni hefur dr. Gunni sinnt dagsskrárgerð um árabil, m.a. á Útvarpi Rót, Aðalstöðinni, X-inu, Skonrokki, Rás 1 og Rás 2 með hléum frá 1989.</p> <p>Dr. Gunni hafði umsjón með Popp-punkti á Skjá einum þar sem fyrstu fjórar seríurnar voru sýndar og síðan á RÚV þar sem áttunda serían var sýnd sumarið 2012. Hann hefur samið spurningar fyrir Quiz Up í lausamennsku frá 2014.</p> <p>Dr. Gunni starfrækti netverslunina Smekkleysu 1992-2007 þar sem hann seldi m.a. plötur til útlanda í gegnum netið. Hann sá um kynningarmál fyrir Riff, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, 2012 og 2013, samdi Popp- og rokksögu Íslands fyrir RÚV, heimildarþætti í 10 hlutum, sem nú var verið að hefja sýningar á hjá RÚV sjónvarpi og verða sýndir í vetur og á næsta ári.</p> <p>Helstu rit dr. Gunna eru: Eru ekki allir í stuði? – 2001; Rokk á Íslandi á síðustu öld, en bókin fékk Bókmenntaverðlaun bóksala 2007; Abba-babb! – barnabók byggð á samnefndum söngleik sem fékk Grímu verðlaunin 2009; Top 10 Reykjavík & Iceland bók ætluð erlendum ferða- mönnum 2012; Stuð vors lands – dægurtónlist á Íslandi, sem fékk Bókmenntaverðlaun bóksala og var tilnefnd til verðlauna Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna 2013; Blue Eyed Pop – The History of Popular Music in Iceland – stytt útgáfa af Stuði vors lands.</p> <p>Dr. Gunni hefur samið ótal plötur frá árinu 1985 með ýmsum hljóm- sveitum og sent frá sér sólóplötur. Má þar m.a. nefna S.H.Draumur - GOÐ, 1987; Unun - Æ sem fékk Ís- lensku tónlistarverðlaunin sem besta plata ársins 1994; Abbababb! barna- plata, 1997; Stóri hvellur, 2002; Inni- heldur, 2008; Alheimurinn!, 2013; Lísa í Undralandi, tónlist fyrir upp- setningu hjá Leikfélagi Akureyrar, 2015, og Dr. Gunni í sjoppu, 2015. Þá samdi hann barnasöngleikinn Abba- babb! sem fékk Grímuverðlaunin 2007...</p> <p align="right">Úr Fjölskylda og frændgarður sem birt var í Morgunblaðinu 7. október 2015, bls. 26-27 í tilefni 50 ára afmælist Gunnars</p> <p>- - - - -</p> <p>One of the central figures of the Icelandic underground music scene, Gunnar Hjálmarsson made his first appearance with the short-lived group Dordinglar in 1980. Within several months he had moved on to the punk outfit F/8, soon followed by an equally brief stint with new wavers Geðfró (later known as Beri-Beri). It was in early 1983 that his first enduring band, S. H. Draumur, came into being -- the same year that he published his first book of poetry, Tíu göt á hausinn eða blóðbolla?, which obviously translates as Ten holes on the head or a cup of blood?. With Draumur he released several albums throughout the late 1980s (most notably the full-length effort Goð in 1988 and the EP Bless later that same year), as well as opening for acts such as Einstürzende Neubauten and fellow Icelanders The Sugarcubes.</p> <p>At the end of 1988 S. H. Draumur transformed into Bless, under whose auspices Gunni -- with some help from the Sugarcubes-founded label Smekkleysa (Bad Taste) -- secured his first release to be distributed in the States, 1991's Gums. Bless also provided his first opportunity to tour North America, although this experience was largely a disaster and ultimately led to the band's destabilization; a different line-up of Bless continued for a while after the tour, but a permanent end to their existence arrived in the final months of '91. Over the next couple of years Gunni released a series of entirely self-performed singles under the name Dr. Gunni through the legendary Finnish label Bad Vugum. The energetic viciousness of the arrangements on tracks like Nonni Stubbur (which explored the circumstances of a disadvantaged young boy on the 1992 Eins og Fólk er Flesk 7") and Doktor Moðerfökker (no explanation needed, from the 1993 Vessar EP) meshed perfectly with the label's peculiar aesthetic. A brief ressurection of S. H. Draumur took place in the middle of all this excitement.</p> <p>During this time Gunni also pursued parallel careers as a freelance writer for newspapers and magazines and a radio presenter for various Icelandic stations. 6 shows with the astonishing Finnish multimedia project Keuhkot were accomplished in 1992. His concession to the pop market was finally made in 1994 when Gunni formed the band Unun with ex-Sugarcubes guitarist Thor Eldon. Three albums were produced under this name before the band dissolved in 1999: æ (1994, also released in a mostly English-language version as Super Shiny Dreams the following year), the EP Bones (1997), and Ótta (1998). Numerous appearances were made in Europe to support the records, but the breakthrough never quite arrived; Eldon jumped ship in mid-98, and Unun performed their final show approximately one year later.</p> <p>In the midst of his work with Unun, Gunni had a surprise hit in the form of Prumpufólkið -- a song about farting from his solo album for children Abbababb! (1997). Between recording and touring, service for the Smekkleysa label was dutifully rendered. In the final years of the 90s and the first couple of 2000 he returned his attention to radio and journalism work (although never fully abandoning music), hosting The News and Fun Program of Dr. Gunni and Mr. Mikael and Alætan, as well as writing a book on the history of Icelandic music, Eru ekki allir í stuði? Rokk á Íslandi á síðustu öld. His Dr. Gunni project was revived as a proper band in 2002, and the role of host on the pop music quiz show Popppunktur was undertaken that same year.</p> <h4>Bands:</h4> <ul> <li>S. H. Draumur Bassist/Vocalist (1983-88)</li> <li>Bless Bassist/Vocalist (1988-91)</li> <li>Dr. Gunni Multi-instrumentalist/Vocalist (1992-)</li> <li>Unun Bassist (1994-99)</li> </ul> <p align="right">From the web-site nndb.com (December 2013).</p> <p>Sjá nánar um feril Gunnars á <a href="http://www.tonlist.is/Music/Artist/3129/dr_gunni/">Tónlist.is.</a></p>

Staðir

Menntaskólinn í Kópavogi Nemandi -1985

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Unun Söngvari , Gítarleikari og Bassaleikari 1993

Tengt efni á öðrum vefjum

Fjölmiðlamaður , nemandi og tónlistarmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.04.2016