Vigfús Jóhannsson 1683-1762

Prestur fæddur um 1683. Stúdent 1703 frá Skálholtsskóla. Var heyrari í Skálholti fyrstu árin en fékk Útskála og Hvalsnesþing 5. janúar 1711. Hann lenti í þeim ósköpum er hann, ódrukkinn, afhenti vínið á undan brauðið í altarisgöngu, að lögmaður vildi að hann missti prestakallið en biskup og prestastefna vildu að hann héldi því. Hélt hann báðum prestaköllunum til 1716 er konungsúrskurður birtist og kvað á um að hann hefði fyrirgert prestskap sínum með þessum mistökum. Dómurinn féll reyndar 1712 en það gleymdist að senda hann til landsins. Bjó áfram í Hvalsnesi og þótti drykkfelldur og deilugjarn. Fékk loks Hvalsnes með Njarðvík og Kirkjuvogi 1735. Fékk Kaldaðarnes 1742 sagði af sér prestskap 1757. Jón biskup taldi hann slynsaman hæfileikamann en Harbo gaf honum lélegan vitnisburð og mun það hafa verið vegna drykkjusemi hans.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 51-2.

Staðir

Útskálakirkja Prestur 05.01.1711-1716
Hvalsneskirkja Prestur 05.01.1711-1716
Hvalsneskirkja Prestur 1735-1742
Kaldaðarneskirkja Prestur 1742-1757
Kirkjuvogskirkja Prestur 1735-1742
Ytri-Njarðvíkurkirkja Prestur 1735-1742

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 4.06.2014