Helga Helgadóttir (Helga Guðrún Helgadóttir) 26.08.1926-24.06.2018

Helga ólst upp á Ísafirði á miklu menningarheimili í Odda þar sem menntun barnanna var í forgangi hjá foreldrum þeirra. Hún lauk gagnfræðaprófi á Ísafirði árið 1943 og tannsmíðanámi hjá Alfred Baarregaard tannlækni árið 1945. Hún hóf ung píanónám við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Einnig sótti hún mörg tónlistarnámskeið í Reykjavík frá árinu 1965. Hún stundaði tannsmíðastörf á Ísafirði 1945-1948, píanókennslu við Tónlistarskóla Ísafjarðar 1958-1965, sömuleiðis við Tónlistarskóla Kópavogs frá 1965-1971 og við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar frá 1970-1996. Einnig var hún með einkakennslu heima hjá sér fram á tíræðisaldur. Helga var í skólaráði Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar frá 1973-1996. Á Ísafirði spilaði hún á píanó í nokkrum danshljómsveitum.

Úr minningagrein í Morgunblaðinu 9. júlí 2018, bls. 20

Staðir

Tónlistarskóli Ísafjarðar Tónlistarnemandi -
Tónlistarskóli Ísafjarðar Píanókennari 1958-1965
Tónlistarskóli Kópavogs Píanókennari 1965-1971
Tónskóli Sigursveins Píanókennari 1970-1996

Skjöl


Píanókennari og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.07.2018