Pálmi Gunnarsson 29.09.1950-

Fréttablaðið birti viðtal við Pálma 17. ágúst 2013. Tilefnið var tónleikar Pálma í Hörpu 7. september 2013, útkoma safndisks með lögum frá löngum ferli Pálma sem tónlistarmanns og útkomu „sjálfsævilegrar“ veiðsögu. Með vitalinu birtis eftirfarandi listi yfir áfanga á ferli Pálma sem tónlistarmanns:

 • 1969 - Gengur til liðs við Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar.
 • 1973 - Leikur Júdas í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á Jesus Crist Superstar.
 • 1975 - Fyrsta Mannakornsplatan, samnefnd sveitinni, kemur út.
 • 1977 - Vinnur með Björk Guðmundsdóttur að fyrstu sólóplötu söngkonunnar.
 • 1978 - Súpersveitin Brunaliðið sendir frá sér sína fyrstu plötu, Úr öskunni í eldinn.
 • 1981 - Fyrsta sólóplata Pálma. Í leit að lífsgæðum, kemur út. Sama ár sigrar lag sem sungið er af Pálma, Af litlum neista, dægurlagasöngkeppni Ríkisútvarpsins.
 • 1982 - Pálmi kemur fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík með hljómsveitinni Friðryk.
 • 1986 - Pálmi syngur Gleðibankann, fyrsta íslenska Eurovision-lagið, í Bergen ásamt Helgu Möller og Eiríki Haukssyni.
 • 1990 - Leikur með Sléttuúlfunum, landsliði íslenskra poppara, á plötunni Líf og fjör í Fagradal.
 • 2005 - Pálmi fagnar 40 ára tónlistarafmæli sínu á Vopnafirði.
 • 2007 - Mannakorn er lokaatriði á stórtónleikum Rásar 2 á Klambratúni á Menningarnótt.

18. ágúst 2013 - Jón Hrólfur. Heimild: Fréttablaðið 17. ágúst 2013.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Mannakorn Söngvari og Bassaleikari 1975
Tusk Bassaleikari 2012

Tengt efni á öðrum vefjum

Bassaleikari, söngvari og tónlistarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 23.07.2015