Gísli Auðunarson 06.01.1781-18.06.1842

<p>Prestur. Stúdent frá skóla Geirs biskups Vídalín en hafði numið bæði í Hólaskóla og Reykjavíkurskóla áður. Fékk Húsavík 18. júní 1820 og lét af prestskap 1842. Fjörmaður á yngri árum og söngmaður góður en drykkjumaður mikill og lágu fyrir kærur á hann í tvígang frá sóknarbörnum. Hlaut áminningu biskups; var og hirðulaus og mjög fátækur. Meðan hann var í Rangárþingi átti hann börn í lausaleik og tvö í hórdómi eftir að hann kvæntist.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 41. </p>

Staðir

Húsavíkurkirkja Prestur 18.06.1820-1840

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 25.10.2017