Böðvar Pálsson 11.01.1937-03.03.2018

<p>Böðvar var fæddur á Búrfelli 11. janúar 1937, sonur hjónanna Páls Diðrikssonar, búfræðings og bónda þar, og Laufeyjar Böðvarsdóttur húsfreyju.</p> <p>Hann stundaði nám í Íþróttaskólanum í Haukadal og lauk landsprófi frá Héraðsskólanum að Laugarvatni árið 1955. Eftir það vann hann sem skurðgröfustjóri á sumrin og við gripahirðingu að vetrum. Stofnaði nýbýlið Búrfell 3 úr hálfri jörðinni Búrfelli 2 árið 1964 og hóf þar búskap. Hann bjó á Búrfelli alla sína ævi.</p> <p>Böðvar var virkur í fé- lagsmálum. Hann var formaður Ungmennafélagsins Hvatar og framkvæmdastjóri fé- lagsheimilisins Borgar. Hann var kjörinn í hreppsnefnd Grímsneshrepps á árinu 1972 og átti þar sæti í 32 ár, þar af 14 ár sem oddviti. Hann var jafnframt sýslunefndarmaður og átti sæti í héraðsnefnd. Þá var hann lengi hreppstjóri. Böðvar var formaður búnaðarfélagsins í sinni sveit og fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda. Hann sat í stjórn Stéttarsambandsins og sat fyrir hönd þess í ýmsum nefndum og ráðum, meðal annars í Öldrunarráði Íslands og stjórn sjúkrastofnunarinnar Skjóls þar sem hann var formaður. </p> <p>Eftirlifandi eiginkona Böðvars er Lísa Thomsen, sem starfaði lengst af sem hjúkrunarritari á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Þau eignuðust fimm börn, Sigurð, Laufeyju, Bryndísi Ástu, Önnu Ýri og Láru.</p> <p align="right">Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 6. mars 2018, bls. 14</p>

Viðtöl


Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.03.2018