Þorbjörn Björnsson 28.06.1978-

<p>Þorbjörn er fæddur 1978 í Reykjavík, en ólst upp á Egilsstöðum. Hann stundaði söngnám í Tónlistarskóla Egilsstaða undir handleiðslu Keith Reed. Þorbjörn tók þátt í óperuuppfærslum Óperustúdíós Austurlands á Eiðum og söng þar Figaro í Rakaranum frá Sevilla, Papageno í Töfraflautunni, Greifann í Brúðkaupi Figaros og Guglielmo í Cosi Fan Tutte. Árið 2002 hóf hann nám við Hochschule für Musik - Hanns Eisler í Berlín, þar sem hann hefur numið hjá Scot Weir prófessor og Bernd Riedel. Í Berlín hefur Þorbjörn tekið þátt í fjölmörgum verkefnum og má þar nefna: Gatte úr Brjóstum Tirésias eftir Poulenc, Slook í La Cambiale eftir Rossini, Ford í Falstaff eftir Verdi og greifann úr Il Matrimonio Segreto eftir Cimarosa. Árið 2004 hélt hann ljóðatónleika í sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur.</p> <p align="right">Af vef Sumartónleika í Sigurjónssafni 18. júlí 2006.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.10.2013