Geir Sæmundsson (Geir Stefán ) 01.09.1867-09.08.1927

<p>Prestur. Stúdent 1887 frá Reykjavíkurskóla. Fór um haustið til Hafnar hvar hann lauk prófi í heimspeki 11. júní 1888 og hebresku 23. sama mánaðar. Lauk prófi í kirkjufeðralatínu 17. júní 1890 og guðfræði 1894. Stundaði kennslu um skeið hér heima uns hann fékk Hjaltastaði 23. janúar 1897 og Akureyri 8. júní 1900 og hélt til æviloka. Prófastur í Vaðlaþingi, settur 1905, skipaður 1907-27, kosinn vígslubiskup nyrðra 1909. Dannebrogsmaður. Góður kennimaður og orðlagður söngvari.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II, bls. 32.</p>

Staðir

Hjaltastaðakirkja Prestur 23.01. 1897-1900
Akureyrarkirkja Prestur 008.06. 1900-1909

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 4.01.2020