Hjalti Þorláksson 24.04.1798-25.05.1876

<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla 1826. Vígðist aðstoðarprestur að Stað í Súgandafirði 28. febrúar 1830, varð embættislaus 1838 en fékk Stað á Snæfjallaströnd 19. júní 1843. Lausn frá embætti 1860. Hann þótti óprestlegur, heldur illa látinn, drykkfelldur og gerði ýmiss konar skyssur.Góður sjómaður.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 362-63. </p>

Staðir

Staðarkirkja í Staðardal, Súgandafirði Aukaprestur 02.1830-1838
Staðarkirkja á Snæfjallaströnd Prestur 19.06.1843-1860

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.08.2015