Jarþrúður Pétursdóttir Johnsen 03.06.1890-09.10.1969

<blockquote>... Ung að aldri flytzt Jarþrúður með foreldrum sínum að norðan úr Þingeyjarsýslu að Kálfafellsstað í A-Skaftafellssýslu. Þar dvelst hún fram yfir fermingaraldur, á því rauisnar og höfðingslandi. Þá fer hún í Kvennaskólann í Reykjavík og dvelst á heimili föðursystur sinnar frú Jarþrúðar Jónsdóttur og dr. Hannesar Þorsteinssonar, ritstjóra og alþingismanns, sem siðar var skipaður þjóðskialavörður, en hann var einn af merkustu og mikilvirtustu fræðimönnum landsins. Heimili þeirra var eitt af mestu menningarheimilum Reykjavíkur. Með þeim systkinum síra Pétri og frú Jarþrúði höfðu verið kærleikar miklir.<br /> <br /> Á heimili frú Jarþrúðar og dr. Hannesar naut stúlkan unga hins bezta atlætis, og naut beztu menntunar sem þá var völ á í Reykiavík. Heimiiið bar vitni rausnarskapar og virðuleika frúarinnar en lærdóms og fræðiáhuga húsbóndans.<br /> <br /> En hugurinn stóð til meiri og sérstæðari undirbúnings undir lifið. Og fyrir hvatningu Jarþrúðar frænsku sinnar, sem unni Jarþrúði yngri hugástum, hvarf Jarþrúðar til Kaupmannalhafnar og hóf þar nám í tónlistarfræðum. Lagði hún stund á hljóðfæraleik og þó mest á einsöng hjá merkum kennurum og var dáð sem söngkona og mun margt eldra fólk minnast þess. Hún hafði mjög fallega og hreina sópranrödd.<br /> <br /> Að lokinni Kaupmannahafnar dvölinni hverfur hún aftur til Reykjavíkur. Iðkaði hún talsvert söng og söng opinberlega nokkrum sinnurn...<br /> <br /> [...] Frú Jarþnúði Johmsen var ýmislegt fleira til lista lagt en söngggáfan. Hún var hannyrðakona með ágætum og listmálari, svo að vakið hefur athygli kunnáttutmanna í þeirri listgrein. Nokkuð fékkst hún einnig við tónsmiðar. Þá var hún einnig hagmælt eins og hún átti kyn til, þó að hún færi dult með þá gáfu sína, — óþarflega dult...</blockquote> <p align="right">Úr minningargreinum í Morgunblaðinu 16. október 1969, bls. 18</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.04.2019