Tómas Guðni Eggertsson 27.09.1974-

Tómas Guðni lauk prófi í píanóleik frá Nýja tónlistarskólanum undir handleiðslu Vilhelmínu Ólafsdóttur vorið 1996. Hann fór til framhaldsnáms við Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow og lauk þaðan BA-prófi 1999 og Postgraduate-námi ári síðar. Tómas Guðni hóf nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar haustið 2003 og lauk þaðan einleiksáfanga í orgelleik vorið 2007 og kantorsprófi vorið 2008. Aðalkennari hans þar var Björn Steinar Sólbergsson. Tómas er orgelleikari og tónlistarstjóri Seljakirkju. Áður hefur hann verið organisti í Grundarfirði, Stykkishólmi og Grindavík.

Vefur Kirkjulistahátíðar 2013.

Skjöl


Organisti, píanókennari og píanóleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.09.2014