Sigurjón Guðjónsson 16.09.1901-17.07.1995

Prestur. Stúdent 1925 og Cand. theol. frá HÍ 1929 með 1. einkunn. Kennarapróf frá Kennaraskólanum 1933. Stundaði framhaldsnám í guðfræði bæði í Vín og Uppsölum hálft árið 1929. Fór í ýmsar námsferðir til þess að kynna sér kirkju-, skólamál og uppeldisaðferðir og -fræði. Stundaði og blaðamennsku og kennslustörf. Varð aðstoðarprestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 15. maí 1931 og settur prestur þar 3. júní 1932. Settur prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi 3. júní 1946. Lausn frá prestsskap og prófastsstörfum 16. september 1966 en var settur til að sinna Garðaprestakalli á Akranesi í tvo mánuði 1934 og Fitja- og Hvanneyrarsóknum fardagaárið 1944-45. Virkur í félagsstörfum. Mikilvirkur á ritsviðinu.

Heimild: ÍGuðfræðingatal 1847 - 975, Björn Magnússon, bls. 379-80.

Staðir

Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) Aukaprestur 15.05. 1931-1932
Hallgrímskirkja í Saurbæ (Hvalfjarðarströnd) Prestur 03.06. 1932-1966
Hvanneyrarkirkja Aukaprestur 1944-1944

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 22.08.2014