Einar Sturluson 10.06.2017-15.07.2003

<p>Foreldrar Einars voru Sturla Einarsson frá Jarlsstöðum í Bárðardal og bóndi á Fljótshólum í Gaulverjabæjarhreppi og Sigríður Einarsdóttir frá Hæli í Gnúpverjahreppi og bóndi á Fljótshólum í Gaulverjabæjarhreppi.</p> <p>Einar ólst upp á Fljótshólum. Í kringum sautjánda aldursárið flutti hann til Reykjavíkur, fór í gagnfræðaskóla og gekk í Iðnaðarmannakórinn. Þá sótti hann söngtíma hjá Sigurði Birkis og Pétri Jónssyni.</p> <p>Hann fór ungur utan til að nema söng í Stokkhólmi í Svíþjóð og í Hamborg í Þýskalandi. Starfaði hann síðan um tíma við óperuhús í Noregi en varð að hætta að syngja vegna ofnæmissjúkdóms sem hrjáði hann á þeim árum. Hann kom heim aftur og vann lengi við söngkennslu og raddþjálfun kóra. Í vetur gaf Einar út tvöfaldan geisladisk með söng sínum frá árinu 1947 til 1997.</p> <p>Einar starfaði á Elliheimilinu Grund í Reykjavík í nærri hálfa öld, bæði sem sjúkraþjálfari og sem eins konar skemmtikraftur hin síðari ár. Starfaði hann þar til dauðadags en sl. sunnudag söng hann við messu á Grund og síðan við messu á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði.</p> <p>Einar kvæntist Unni D. Haraldsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. Einar og Unnur slitu samvistir. Síðar kvæntist hann Lísalotte Bensch og ættleiddu þau eina dóttur. Einar og Lísalotte slitu einnig samvistir. Eftirlifandi kona Einars er Arnhildur Reynis. Einar á þrett- án barnabörn og ellefu barnabarnabörn.</p> <p align="right">Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 18. júlí 2003, bls. 6</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.05.2016