Gunnar Kristinsson 05.10.1917-21.10.2004

<p>Vegna veikinda móður sinnar ólst Gunnar upp til tíu ára aldurs hjá móðurforeldrum sínum, Eggerti Benediktssyni og Guðrúnu Bjarnadóttur að Laugardælum í Flóa en flutti síðan til foreldra sinna í Reykjavík. Hann hóf nám í glerslípun og speglagerð hjá Ludvig Storr og fékk meistarabréf í þeirri iðn. Á árunum 1946-1949 lagði hann stund á söngnám í Svíþjóð og hóf síðan við heimkomuna störf hjá byggingavöruversluninni Helgi Magnússon og Co í Hafnarstræti 19. Starfaði hann þar uns verslunin var lögð niður á miðjum sjöunda áratugnum og hóf þá störf sem sölumaður hjá Málningu hf. og starfaði þar þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Helsta áhugamál Gunnars var söngur og söng hann með Karlakórnum Fóstbræðrum í áratugi eftir að hann kom heim úr söngnámi. Jafnframt söng hann í Rigoletto, fyrstu óperunni sem færð var upp í Þjóðleikhúsinu 1950, og flestum óperum sem færðar voru upp næstu 15 árin. Hann söng einnig lengi í Dómkórnum. Hann var og virkur félagi í Lionsklúbbnum Ægi.</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 27. október 2004, bls. 28</p>

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.04.2014