Daði Jónsson 24.10.1780-18.08.1837

<p>Prestur. Stúdent 1804 frá Reykjavíkurskóla eldra. Vígðist aðstoðarprestur að Sauðlauksdal23. júlí´1815 en missti prestskap vegna hórdómsbrots 1817 og fékk ekki uppreisn fyrr en 1824. Varð aðstoðarpretur í Dýrafjarðarþingum 2. september 1826, fékk Sanda í Dýrafirði 27. október 1827 og var þar til dauðadags. Var vel gefinn maður og vel þokkaður, góður kennimaður, stilltur, heppinn blóðtökumaður en drykkjugjarn nokkuð.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 302. </p>

Staðir

Sauðlauksdalskirkja Aukaprestur 23.07.1815-1817
Mýrakirkja Aukaprestur 02.09.1826-1827
Sandakirkja Prestur 27.10.1827-1837

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 19.06.2015