Bragi Valdimar Skúlason 26.08.1976-

Bragi Valdimar ólst upp í Hnífsdal fram á unglingsár, þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Bragi, sem er menntaður í íslensku frá Háskóla Íslands, hefur getið sér gott orð fyrir vinnu sína að tónlist m.a. með Baggalúti og Memfismafíunni og nú síðast í Hljómskálanum á RÚV, sem hlaut tvenn Edduverðlaun árið 2012. Þá hefur hann samið þó nokkuð af tónlist fyrir börn, m.a. á hljómskífunum Gilligill og Diskóeyjunni – og fyrir leikritið Ballið á Bessastöðum.

Bragi er ekki síst þekktur fyrir textagerð sína, en textar hans hafa notið mikilla vinsælda. Hann hefur unnið efni fyrir útvarp, gert lög fyrir kvikmyndirnar Okkar eigin Osló og Þór: Hetjur Valhallar ásamt því að ritstýra Vísdómsritaröð Baggalúts. Bragi hefur margoft verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna – og hlotið þau nokkur. Jafnframt hefur hann, ásamt félögum sínum í Baggalúti, hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, m.a. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.

Texti af vefnum jolaoroinn.is (21. nóvember 2015)

Staðir

Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Baggalútur
Memfismafían

Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur, nemandi, skáld og textahöfundur
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.06.2016