Jóhann Eymundsson 03.09.1927-12.11.2007

Ungur að árum flutti Jóhann frá Patreksfirði suður til Reykjavíkur með foreldum sínum. Hann nam trésmíðar, útskrifaðist sem húsasmíðameistari og starfaði alla tíð við það að einhverju leyti. Jóhann og Dadda, kona hans, hófu ung sambúð og giftu sig árið 1947. Jóhann byggði æskuheimili fjölskyldunnar á Víghólastíg 16 auk margra annarra húsa. Hann var tónlistarmenntaður og spilaði á harmonikku við hin ýmsu tilefni. Þar má nefna skemmtanahald í Breiðfirðingabúð, Gúttó í Hafnarfirði og Bjarkarlundi, ásamt mörgum öðrum stöðum. Honum til halds og trausts voru þeir Jenni Jóns og Ágúst Pétursson en saman mynduðu þeir hljómsveitina Hljómatríóið sem naut mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Eftir Jóhann liggja nokkur dægurlög og ber þar hæst lagið „Útþrá“. Árið 1954 fluttust þau hjónakorn í Kópavoginn og voru þau meðal þeirra fyrstu sem byggðu þar. Stóran hluta starfsævinnar störfuðu þau saman að verslunarrekstri og ráku þau m.a. Stjörnukaffi, Tjarnarbarinn, Verslunina Drífu, Matvöruhornið og Árbæjarkjör. Eftir að verslunarrekstri lauk snéru þau sér að áhugamálunum sem voru samverustundir með fjölskyldunni, dvöl í sumarbústaðnum í Systralundi og ferðalög til Spánar með ættingjum og vinum.

Úr minningargrein um Jóhann í Morgunblaðinu 20. nóvember 2007, bls. 26.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljóma tríóið Harmonikuleikari 1945 1962

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.07.2015