Ketill Þorláksson -07.10.1342

Skráður prestur á Kolbeinsstöðum fyrir 1235 og kom þá frá Landsþingi (Stóru-Völlum) hvar er sagður hafa fengið prestakallið 1224. Ketill Þorláksson. Mun hafa verið einn andstæðinga Auðunar byskups Þorbergssonar, og var stefnt utan 1318, en hafði farið utan áður og verið herraður af konungi. Mun hafa verið hirðstjóri, er hann kom til landsins 1321, með því að þá skyldi hann láta sverja konungi land og þegna. Fór nokkurum sinnum utan eftir það. Átti deilur nokkurar enn 1335 og hefir þá verið enn hirðstjóri. Mun hafa haft sýslu um Vestfjörðu frá 1312 til æviloka.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 358-59.

Aths. skrásetjara: Ekki kemur fram að hann hafi fengið nokkra guðfræðimenntun eða menntun yfirleitt. Hann er þó skráður sem prestur bæði á Stóru-Völlum, Kolbeinsstöðum og í heimildum Hannesar og Björns Magnússonar er þess getið á bls. 143 að hann hafi farið frá Kolbeinsstöðum til Reykholts.

Staðir

Stóru-Vallakirkja Prestur 13.öld-13.öld
Kolbeinsstaðakirkja Prestur 13.öld-13.öld

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.03.2019