Páll Kristinn Pálsson 22.04.1956-

<p>Páll Kristinn ólst upp í Hafnarfirði. Hann lauk verslunarprófi frá VÍ 1975 og stúdentsprófi á félagsfræðibraut 1978 frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Hann las þjóðfélagsfræði og bókmenntafræði við HÍ á árunum 1978-1986 og kvikmyndafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1986-1993.</p> <p>Hann hefur starfað sem blaðamaður frá 1977 og hefur skrifað fjölmargar greinar í blöð og tímarit, ritstýrt blöðum fyrir félagssamtök og unnið að gerð auglýsinga, fræðslu- og heimildamynda á myndböndum fyrir ýmsa aðila, m.a. í samvinnu við Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóra, en þrjár myndir þeirra voru tilnefndar til verðlauna á alþjóðlegri hátíð fræðslu- og kynningarmynda í Búdapest 1996.</p> <p align="right">Af vef Forlagsins</p>

Staðir

Verzlunarskóli Íslands Nemandi -1975
Flensborgarskólinn í Hafnarfirði Nemandi -1978
Háskóli Íslands Háskólanemi 1978-1986
Háskólinn í Kaupmannahöfn Háskólanemi 1986-1993

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Dögg Söngvari 1973-10

Blaðamaður , háskólanemi , nemandi , rithöfundur og söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.06.2016