Jósef Magnússon 10.05.1800-09.11.1851

Prestur. Stúdent frá heimaskóla Gunnlaugs Oddssonar 1831 og látið heldur vel af gáfum hans. Próf úr prestaskóla 1849 og fékk Breiðavíkurþing 5. september 1849. Kraftamaður mikill, nefndur hinn digri og talinn ágætur latínumaður en annað nám veittist honum þunglega. Var veikur á námsárum sínum. Þótti góður prestur í stól en stirður fyrir altari.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 344.

Staðir

Breiðuvíkurkirkja Prestur 05.09. 1849-1851

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.01.2015