Ásmundur Jónsson 22.10.1808-18.03.1880

<p>Stúdent frá Bessastaðaskóla 1827 með mjög góðum vitnisburði. Lauk m.a. guðfræðiprófi frá Hafnarháskóla á árunum 1829-33. Settur prestur við Dómkirkjuna 16. júlí 1835 og hélt því til næsta vors er hann fékk veitingu fyrir Odda 29. apríl 1836. Varð prófastur Rangæinga 1841. Fékk dómkirkjuprestsembættið 29. apríl 1846. Keypti þá Landakot og bjó þar meðan hann var prestur í Dómkirkjunni. Vegna óánægju safnaðarfólks með hann sökum þess hve lágmæltur hann var og fljótmæltur, sótti hann aftur um Odda, og fékk, 7. janúar 1854 og varð um vorið prófastur Rangæinga aftur og hélt þeim embættum til æviloka. Góðmenni, hæglátur og jafnan talinn í heldri presta röð.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 103-4.</p>

Staðir

Dómkirkjan Prestur 16.07. 1835-1836
Oddakirkja Prestur 29.04. 1836-1846
Dómkirkjan Prestur 29.04. 1846-1854
Oddakirkja Prófastur 07.01. 1854-1880

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 6.02.2014