Hulda Jónsdóttir 24.08.1991-

Hulda hóf fiðlunám fjögurra ára gömul við Suzukideild tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar þar sem kennari hennar var Sigríður Helga Þorsteinsdóttir. Veturinn 2002-2003 var Hulda nemandi við MacPhail Center for Music í Minneapolis í Minnesota. Haustið 2003 hóf Hulda nám við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem kennarar hennar voru Lilja Hjaltadóttir og síðar Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Haustið 2006 hóf Hulda nám við Listaháskóla Íslands, og er hún yngsti nemandi sem fengið hefur inngöngu í skólann frá stofnun hans. Þar hefur hún notið áframhaldandi handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Hulda lauk diplómaprófi við Listaháskóla Íslands vorið 2009.

Hulda hefur tekið þátt í tónlistarhátíðum í Sviss, Bandaríkjunum og á Íslandi og fengið einkatíma og/eða masterklassa hjá m.a. Almitu og Roland Vamos, Rachel Barton Pine, Earl Carlyss, Joel Smirnoff, Ernst Kovacic, Danwen Jiang, Sigrúnu Eðvaldsdóttur, Auði Hafsteinsdóttur og Fredell Lack. Frá hausti 2006 hefur Hulda spilað á fiðlu gerða af Vincenzo Sannino (ca. 1920) og boga úr smiðju Victors Fetique. Hvoru tveggja hefur hún að láni frá Rachel Elizabeth Barton Foundation í Chicago.

Hulda hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum hljómsveitum á Íslandi, í Sviss og Mexíkó. Einnig hefur hún leikið ein og í samleik með öðrum á Íslandi, beggja vegna Atlantshafsins og í Kína. Hún er félagi í Strengjasveitinni Skark og hefur komið fram með Axiom Ensemble Juilliard skólans.

Hulda er þess heiðurs aðnjótandi að leika á fiðlu, sem Vincenzo Sannino smíðaði um 1920, með boga eftir Victor Fétique. Hvoru tveggja hefur hún að láni frá Rachel Elizabeth Barton Foundation í Chicago, en hún hlaut afreksstyrk frá þeirri stofnun árið 2008. Árið 2007 hlaut Hulda styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur og styrk ársins 2013 úr Minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat.

- - - - -

Hulda studied at the Reykjavík College of Music and the Iceland Academy of the Arts, where she received her diploma in 2009. Subsequently, she was enrolled at the Juilliard School in New York from which she graduated with a Bachelor's degree this past spring. Her main teachers there were Robert and Nicholas Mann and David Chan. This fall she will continue her studies at Juilliard.

Hulda has appeared as a soloist with various orchestras in Iceland, including two performances with the Iceland Symphony Orchestra. She has performed as well in other European countries, North America and Asia. She enjoys playing contemporary music, and performs with the Skark string ensemble in Iceland. She has also performed with the New Juilliard Ensemble and the Axiom Ensemble at Juilliard.

Hulda plays a 1920 violin made by Vincenzo Sannino and with a bow by Victor Fétique on generous loan from the Rachel Elizabeth Barton Foundation in Chicago, from which she also received the foundation's career grant.This spring she received the 2013 grant from the Jean Pierre Jacquillat Memorial Fund.

Sumartónleikar í Sigurjónssafni – tónleikaskrá 30. júlí 2013.

Staðir

Tónskóli Sigursveins Tónlistarnemandi 1995-
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 2003-2006
Listaháskóli Íslands Háskólanemi 2006-2009
Juilliard tónlistarháskólinn Háskólanemi 2009-

Skjöl


Fiðluleikari, háskólanemi, tónlistarmaður og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.08.2015