Robert Faulkner (Robert Stephen C. Faulkner) 17.02.1960-
Robert Faulkner fæddist árið 1960 í borginni Ashford í Kent á Bretlandi. Hann nam tónlist í Guildhall School of Music and Drama og Royal Academy of Music í London. Þá nam hann tónlistaruppeldi í háskólanum í Reading og stundaði mastersnám í tónlistarsálfræði í háskólanum í Sheffield. Hann lýkur doktorsnámi frá Sheffield-háskóla í ár. Robert hefur starfað sem tónlistarkennari og tónmenntakennari hér á landi og er skólastjóri Tónlistarskóla Hafralækjarskóla í Aðaldal. Robert er kvæntur Juliet Faulkner tónlistarmanni og eiga þau tvö börn.
Úr Morgunbalaðsgrein: Kynni af menningu auka víðsýni. Morgunblaðið. 20 febrúar 2005, bls. 51.
Robert Faulkner hefur verið tónlistarkennari við Hafralækjarskóla síðan árið 1986. Hann lærði fyrst söng við Guildhall í London og fór síðan í framhaldsnám í tónlistarkennslu við háskólann í Reading. Hann lagði einnig stund á hljómsveitarstjórn og kórstjórn og tók þátt í óperutímum. Hann gegndi stöðu sem yfirmaður tónlistardeildar í framhaldsskóla í London í nokkur ár, en fluttist til Íslands árið 1986 og gerðist tónlistarkennari við Hafralækjarskóla í Aðaldal. Hann hefur einnig nú hin seinni árin haldið fyrirlestra um tónlistarkennslu við Háskólann á Akureyri og hefur tekið við hópum frá Listaháskóla Íslands og kennt þeim á stuttum og hnitmiðuðum námskeiðum. Hann hefur stjórnað frábærum karlakór í Aðaldalnum og hefur haft feikileg áhrif í kringum sig. Núna er hann í Ástralíu og er að aðstoða heimamenn við að setja upp tónlistarkennsluprógramm við háskóla þar...
Úr Morgunbalaðsgrein Ingibjargar Eyþórsdóttur: Erlendir tónlistarmenn á Íslandi á 20. öld – Grein 4: : Frjótt samstarf, frjótt samspil.
Robert Faulkner flutti frá Íslandi um 2008.
Staðir
Guildhall School of Music and Drama | Háskólanemi | - |
Konunglegi tónlistarakedemían í London | Háskólanemi | - |
Tengt efni á öðrum vefjum
- Borgaraleg skylda að móta samfélagið. Dagblaðið Vísir-DV. 25. maí 2002, bls. 29.
- Erlendir tónlistarmenn á Íslandi á 20. öld – 4. grein: Frjótt samstarf, frjótt samspil. Ingibjörg Eyþórsdóttir. Lesbók Morgunblaðsins. 5. maí 2007, bls. 12.
- Kynni af menningu auka víðsýni. Morgunblaðið. 20 febrúar 2005, bls. 51.

Háskólanemi og tónlistarkennari | |
Ekki skráð |
Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.07.2015