Skarphéðinn Þór Hjartarson 29.11.1963-

<p>Skarphéðinn stundaði píanónám við Tónlistarskóla Kópavogs frá átta ára aldri til tvítugs, útskrifaðist úr tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1987 og stundaði söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Halldóri Vilhelmssyni og Sieglinde Kahmann.</p> <p>Skarphéðinn hefur verið tónmenntakennari frá 1987 og kennir nú við Kópavogsskóla. Allan þann tíma hefur hann einnig verið sjálfstætt starfandi tónlistarmaður. Skarphéðinn hefur verið organisti við Fríkirkjuna í Hafnarfirði frá 2003, hefur sungið með ýmsum sönghópum og kórum s.s. Rúdolf, Emil og Anna Sigga, Kór íslensku Óperunnar, Voces Masculorum, Schola Cantorum og kammerkórnum Carminu.</p> <p>Skarphéðinn hefur stjórnað Skátakórnum frá 2008. Hann hefur komið fram sem einsöngvari við kirkjulegar athafnir og hefur sungið einsöngshlutverk í óperum s.s. Amahl og næturgestirnir, Töfraflautunni, La Boheme og Rigoletto. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum íslensku óperunnar, hvoru tveggja sem kórsöngvari og einsöngvari.</p> <p>Skarphéðinn hefur gert um 300 útsetningar fyrir blandaða kóra, karlakóra, leikhóp og ýmsa aðra. Hann hefur m.a. útsett tónlist fyrir nokkrar sýningar hjá Litla leikklúbbnum á Ísafirði, en útsetningar hans hafa verið gefnar út af Tónverkamiðstöðinni og Skálholtsútgáfunni. Einnig á hann fjölmargar útsetningar á þremur plötum Rúdolfs og plötu Voces Masculorum sem kom út haustið 2011. Auk þess útsetti hann sjö lög fyrir minningartónleika um Bergþóru Árnadóttur sem voru í Salnum í febrúar 2011. Hann útsetti flest lög fyrir tónleika og plötu Bjarna Arasonar með Elvis gospel-lögum og söng sjálfur með bakraddir.</p> <p align="right">Morgunblaðið 29. nóvember 2013, bls. 50-51.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Kórstjóri , organisti , píanóleikari , tónmenntakennari og útsetjari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.11.2013