Örn Elías Guðmundsson (Mugison) 04.09.1976-

Örn Elías Guðmundsson fékk viðurnefnið Mugison í Malasíu er hann kom þangað sem barn að heimsækja Guðmund föður sinn sem innfæddir kölluðu Mugi. Strákinn kölluðu þeir strax Mugison. Mugison dvaldi ekki bara í Malasíu heldur bjó hann með fjölskyldunni um tíma á Grænhöfðaeyjum áður en hann settist að í Reykjavík. Mugison byrjaði að spila í hljómsveitum en hélt síðan til náms í upptökufræðum í Lundúnum. Þar fór hann að taka upp lög á gamla Macintosh tölvu.

Matthew Herbert, tónlistarmaður og plötuútgefandi, heyrði prufuupptökur og vildi endilega gefa út plötu með Mugison. Áður en af því gat orðið hélt Mugison heim til Íslands í jólafrí fyrir jólin 2002 og notaði fríið til að gefa plötuna út hér heima. Platan, Lonely Mountain, var gefin út í 300 eintökum í pappaumslögum sem Mugison saumaði saman sjálfur í saumvél sem hann fékk að láni ...

Tónlist.is (21. apríl 2014).


Tengt efni á öðrum vefjum

Gítarleikari, lagahöfundur og söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.04.2014