Oddleifur Brynjólfsson 04.06.1860-02.04.1899

Oddleífur var sonur Brynjólfs Oddssonar bókbindara, sem var þekkt skáld á 19. öld m.a. fyrir „Dátavísur“ sínar. Hann hefur gefið út ljóðmæli sín. Oddleifur fæddist er foreldrar hans bjuggu á Ísafirði, en fluttist ásamt þeim til Reykjavíkur árið 1868. Hann lagði um hríð stund á nám í bókbandi, en lauk líklega aldrei því námi. Gerðist hann verslunarmaður og lést fyrir aldamótin 1900 ókvæntur og barnlaus.

Skært lúðrar hljóma: Sag íslenskra lýðrasveita (1984), bls. 33

Dánardægur Oddleifs virðist ekki þekkt þegar Skært lúðrar hljómar var skrifuð. Íslendingabók.is segir hins vegar dánardag Oddleifs vera 2. apríl 1899 en að hann hafi fæðst 1859. Ennfremur segir Íslendingabók: „Var á Ísafirði, Skutulsfjarðarsókn, Ís. 1860. Var í Eyþórshúsi, Reykjavík 2, Gull. 1870. Var í Brynjólfshúsi, Reykjavík 1880. Verslunarmaður í Þingholtsstræti 7, Reykjavíkursókn, Gull. 1890.“

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur Hljóðfæraleikari 1876-03-26

Bókbindari, hljóðfæraleikari og verslunarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.10.2015