Oddleifur Brynjólfsson 04.06.1860-02.04.1899

<blockquote>Oddleífur var sonur Brynjólfs Oddssonar bókbindara, sem var þekkt skáld á 19. öld m.a. fyrir „Dátavísur“ sínar. Hann hefur gefið út ljóðmæli sín. Oddleifur fæddist er foreldrar hans bjuggu á Ísafirði, en fluttist ásamt þeim til Reykjavíkur árið 1868. Hann lagði um hríð stund á nám í bókbandi, en lauk líklega aldrei því námi. Gerðist hann verslunarmaður og lést fyrir aldamótin 1900 ókvæntur og barnlaus.</blockquote> <p align="right">Skært lúðrar hljóma: Sag íslenskra lýðrasveita (1984), bls. 33</p> <p>Dánardægur Oddleifs virðist ekki þekkt þegar Skært lúðrar hljómar var skrifuð. Íslendingabók.is segir hins vegar dánardag Oddleifs vera 2. apríl 1899 en að hann hafi fæðst 1859. Ennfremur segir Íslendingabók: „Var á Ísafirði, Skutulsfjarðarsókn, Ís. 1860. Var í Eyþórshúsi, Reykjavík 2, Gull. 1870. Var í Brynjólfshúsi, Reykjavík 1880. Verslunarmaður í Þingholtsstræti 7, Reykjavíkursókn, Gull. 1890.“</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur Hljóðfæraleikari 1876-03-26

Bókbindari , hljóðfæraleikari og verslunarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 20.10.2015