Þorlákur Jónsson 06.07.1923-26.02.2009

Þorlákur ólst upp frá sex ára aldri á Kiðjabergi í Grímsnesi. Hann fór um tvítugt til Reykjavíkur og mun hafa ætlað að nema gullsmíði en ekkert varð úr því. Hann stundaði verkamannavinnu í Reykjavík í tvo áratugi en fluttist þá aftur að Kiðjabergi og var hægri hönd Halldórs Gunnlaugssonar sem þar bjó. Á árunum 1984 til 1991 var Þorlákur til heimilis í Bræðratungu í Biskupstungum og vinnumaður þar en flutti síðan að Bergholti í Biskupstungum þar sem eru íbúðir fyrir aldraða.

Þorlákur var ókvæntur en var um hríð í sambúð á Reykjavíkurárum sínum.

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 6. mars 2009, bls. 29.

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

3 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
19.9.1990 SÁM 93/3807 EF Þorlákur sá skrímsli við Hestvatn þegar hann var um 10 ára aldur. Hann var sendur við annan dreng me Þorlákur Jónsson 43064
19.9.1990 SÁM 93/3807 EF Sögur um orm undir Hestfjalli, sem ætti sér göng úr Hestvatni og út í ána; það kom fyrir að áin þorn Þorlákur Jónsson 43065
19.9.1990 SÁM 93/3807 EF Hinrik spyr Þorlák um útlit skrímslanna sem hann sá við Hestvatn þegar hann var barn. Rætt um fleira Hinrik Þórðarson og Þorlákur Jónsson 43066

Tengt efni á öðrum vefjum

Verkamaður

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014