Kristinn Hallsson (Kristinn Þorleifur Hallsson) 04.06.1926-28.07.2007

<p>Kristinn fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Halls Þorleifssonar yfirbókara og Guðrúnar Ágústsdóttur söngkonu. Kristinn hóf tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík 1937. Hann brautskráðist frá Verzlunarskóla Íslands 1945.</p> <p>Kristinn fór til náms við Konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) 1951 og lauk þaðan burtfararprófi og Licenciate-prófi 1954. Hann tók þátt í tónleikum frá 1945 og í óperusýningum í Þjóðleikhúsinu og víðar, kom fram á fjölda tónleika hér á landi og erlendis m.a. í Evrópu, Ameríku og Asíu. Hann fór m.a. í söngferðir sem einsöngvari karlakóra.</p> <p>Kristinn stundaði tónlistarkennslu frá 1954 og vann við skrifstofustörf að undanskildum námsárunum erlendis. Hann var ráðinn stjórnarráðsfulltrúi við menntamálaráðuneytið 1970.</p> <p>Kristinn var lengi í forystu Nemendasambands VÍ, sat í stjórn Félags íslenskra einsöngvara og einnig Félags íslenskra leikara og var í stjórn Anglia. Hann var sæmdur Riddarakrossi fálkaorðunnar 1. janúar 1978. Ævisaga hans, Góðra vina fundur, kom út 1997 og tvöfaldur geisladiskur með einsöng hans, Kristinn Hallsson bassbaritone, kom út 2002.</p> <p>Eiginkona Kristins var Hjördís Þorbjörg Sigurðardóttir (d. 1983). Eignuðust þau fjögur börn og lifa þrjú þeirra föður sinn.</p> <p align="right">Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 30. júlí 2007, bls. 4.</p>

Staðir

Verzlunarskóli Íslands Nemandi -1945
Konunglegi tónlistarakedemían í London 1951-1954
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi 1937-

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Einsöngvarakvartettinn Söngvari 1969 1978

Tengt efni á öðrum vefjum

Nemandi , söngvari og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.09.2017