Björn Halldórsson 05.12.1724-24.08.1794

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1745. Vígðist 12. október 1749 aðstoðarprestur í Sauðlauksdal. Þann vetur gegndi hann Selárdalsprestakalli en eftir lát sóknarprestsins fékk hann Sauðlauksdal 1752. Varð prófastur í Barðastrandarsýslu 1756 - 1781. Hann var mikill umsýslumaður, nafnkunnur af garðrækt. Fékk Steberg 24. september 1781 en lét af prestskap 10. mars 1786 vegna sjónleysis. Hélt utanm til lækninga en fékk enga bót. Hann var mikill gáfumaður, hagsýnn og stöðuglyndurog vel að sér í flestum greinum, s.s. lögfræði, guðfræði, búfræði, grasafræði, sagnfræði, sér í lagi sögu Íslands enda samdi hann annála og safnaði kvæðum. Hann var ritfær maður og liggur margt eftir hann.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 219-220.

Staðir

Sauðlauksdalskirkja Prestur 1753-1781
Setbergskirkja Prestur 1781-1786

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 23.06.2015