Brynjólfur Ingólfsson 10.05.1920-03.10.1991

<p>Eftir lögfræðipróf vann Brynjólfur sem embættismaður hjá ýmsum ráðuneytum og varð loks ráðuneytisstjóri. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir, keppti í frjálsum íþróttum sem ungur maður og starfaði síðar að félagsmálum í íþróttahreyfingunni.</p> <p>Tónlist og söngur voru líka áhugamál Brynjólfs. Hann tók þátt í sönglífi á menntaskólaárunum á Akureyri og einnig eftir að hann fluttist til Reykjavíkur þar sem hann söng&nbsp;meðal annars með Útvarpskórnum og Karlakór Reykjavíkur. Hann var einnig félagi í Tígulkvartettinum sem varð vinsæll og gaf út nokkrar hljómplötur.</p> <p align="right">Tekið saman úr minningargreinum - Jón Hrólfur.</p>

Staðir

Menntaskólinn á Akureyri Nemandi -1941
Háskóli Íslands Háskólanemi -1947

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Karlakór Reykjavíkur Kórsöngvari
Tígulkvartettinn Söngvari
Útvarpskórinn Kórsöngvari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , kórsöngvari , lögfræðingur , nemandi og ráðuneytisstjóri
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.11.2020