Jónas Pálsson 29.08.1875-04.09.1947

<p> Jónas Pálsson var fæddur á Norður-Reykjum í Hálsasveit í Borgarfjarðarsýslu, 29. ágúst 1875. Foreldrar hans voru hjónin Páll Jónasson og Sigurbjörg Helgadóttir. — Jónas lærði undirstöðuatrii í söngfræði og orgelspili hjá Jóni Pálssyni á Eyrarbaka og Brynjólfi Þorlákssyni í Reykjavík. Hann flutti vestur árið 1900 og lagði stund á píanó nám einkum, bæði hér í Canada og á Englandi og í Þýskalandi. Hann var um langt skeið einn helsti píanókennari í Winnipeg. Síðar kendi hann í Calgary og New Westminster, og þar létst hann 4. sept. 1947. Um jólin 1905 kvæntist hann Emilíu Bandvinsson, ritstj. og fylkisritara, og eignuðust þau 5 dætur, sem allar komust til fullorðinsára, og lærðu og kendu píanóspil flestar. </p> <p> Í þessu tímariti birtist fyrir tveim árum grein, sem nefndist „Tónlistarmaðurinn Jónas Pálsson“, og vísa eg mest til hennar. Þar stendur meðal annars þessi málsgrein: </p> <blockquote> Af sjálfstæðum tónsmíðum liggur ekki mikið eftir hann, svo á prent hafi komist. Í þá tíð er hann fékst mest við æfingu söngflokka, gaf hann út dálítið kver af sönglögum fyrir blandaðar raddir, og voru þrjú lögin frumsamin: „Heim til fjalla“, „Órar“ og „Já, vér elskum Ísafoldu“. Hefir hið fyrsta einkum öðlast hylli, þótt hin tvö séu vafalaust vel á borð við það. </blockquote> <p> Kvæðin við þessi lög eru eftir Guðmund Guðmundsson, Þorst. Þ. Þorsteinsson og Jón Ólafsson. Við þetta vil eg bæta því, að hann var um tíma að hugsa um, að semja flokk af lögum við kvæði í Strengleikum Guðmundar Guðmundssonar, og heyrði ég hann spila að m. k. eitt þeirra: "Komum; tínum berin blá". Sömuleiðis bjó hann til eitthvað af sálmalögum, sem hann lét stundum syngja við guðsþjónustur, þegar hann var organleikari í kyrkjum hér í borginni. En eftir því sem árin liðu og aldur færðist yfir hann, varð hann meira og meira bundinn viðjum sinnar eigin köllunar, sem að lokum lagði hann í gröfina. </p> <p align="right">Nokkur Vestur-Íslensk tónskáld. Gísli Jónsson. Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga. 1. janúar 1950, bls. 78.</p> <p>Sjá einnig Kennaratal á Íslandi, 1. bindi bls. 404.</p>

Skjöl

Jónas Pálsson Mynd/jpg
Jónas Pálsson Mynd/jpg

Tengt efni á öðrum vefjum

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014