Þorbjörg Daphne Hall 19.11.1984-

<p>Þorbjörg Daphne er lektor og fagstjóri tónlistarfræða við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún kennir tónbókmenntir, íslenska tónlistarsögu, rannsóknarþjálfun og akademísk skrif auk þess að standa að hádegisfyrirlestraröð deildarinnar.</p> <p>Hún er doktorsnemi í tónlistarfræðum við háskólann í Liverpool þar sem hún vinnur að verkefni um íslenskan hljóm í íslenskri samtímatónlist en sjálfsmynd þjóðar, ímyndir, landsland og náttúra leika lyklihlutverk. Leiðbeinendur hennar eru Sara Cohen og Holly Rogers.</p> <p>Meðal eldri rannsóknarefna Þorbjargar má nefna hlutverk tónlistar í Kristjaníu í Kaupmannahöfn, tónlistarhátíðina Iceland Airwaves og áhrif hátíðarinnar á ímynd Reykjavíkurborgar og Íslands, íslenskar heimildamyndir um tónlist og íslenska ættjarðarsöngva og þátt þeirra í mótun sjálfsmyndar þjóðar.</p> <p>Þorbjörg er virk í félagsstörfum tengdum tónlist og situr í stjórn IASMP (International Association of the Study of Popular Music) - Norden, Sumartónleika í Skálholti og KÍTÓN (Félag kvenna í tónlist) og er meðlimur í kammerkórnum Hljómeyki.</p> <p align="right">Af vef Listaháskóla Íslands (25. ágúst 2015)</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 25.08.2015