Halldór Jónsson (yngri) -13.04.1726

Prestur fæddur um 1641. Stúdent frá Skálholtsskóla og varð guðfræðingur frá hafnarháskóla. Vígðist aðstoðarprestur að Stað í Grunnavík 21. júlí 1678 og fékk prestakallið eftir hann og er ekki vitað hvenær það var. Talið að hann hafi verið þar til 1713 jafnvel þótt Ólafur Jónsson hefði hálfan staðinn 1703-1707. Samdi ýmislegt og íslenskað nokkur rit.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 260-61.

Ath. Sigurður Gíslason, sem var prestur á Stað og vinnuveitandi Halldórs,lést 1702 svo ætla má að það sé árið sem Halldór fékk Stað. GVS

Staðir

Staðarkirkja í Grunnavík Prestur 21.07.1678-1713

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 17.08.2015