Jóhann Tómasson 20.04.1793-09.12.1865

<p>Prestur. Stúdent frá Bessastaðaskóla 1816 með góðum vitnisburði. &nbsp;Næstu árin s<span style="background-color: rgba(255, 255, 255, 0.498039);">innti hann&nbsp;</span>sjómennsku og barnakennslu og varð einnig skrifari hjá Stefáni amtmanni Stephensen á Hvítárvöllum. Vígðist aðstoðarprestur að Staðarbakka 7. maí 1820, fékk Tjörn á Vatnsnesi 12. janúar 1824 og loks Hestþing 17. maí 1830 og hélt til æviloka 1865. Hann þótti vel gefinn og vel að sér, góður ræðumaður en ekki góður söngmaður. Hann var lélegur búmaður og mjög fátækur enda greiðvikinn. Hann var skemmtinn í viðræðum og hjartagóður við alla bágstadda. Hann var fjörmaður og bar með stillingu allt mótlæti. Hann var skáldmæltur og liggur allnokkuð eftir hann.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 29-30.</p>

Staðir

Staðarbakkakirkja Aukaprestur 07.05.1820-1824
Tjarnarkirkja Prestur 12.01.1824-1830
Hestkirkja Prestur 17.05.1830-1865

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 19.08.2014