Kristjana Helga Thorarensen (Kiddý Thor) 13.08.1970-

Kristjana Helga (Kiddý) er leikskólakennari að mennt og hefur starfað sem leikskólastjóri í rúm 12 ár. Um tíma stundaði hún söngnám við Söngskólann í Reykjavík og lauk 5. stigi þaðan. Uppaxtarárin einkenndust af íslensku dægurlögunum og voru Ellý Vilhjálms, Raggi Bjarna og Hallbjörg Hjartardóttir í miklu uppáhaldi. Jazzinn hefur einnig lengi heillað og Ella Fitzgerald verið mesti áhrifavaldurinn ásamt Antonio Carlos Jobim og Astrud Gilberto.

Kiddý hefur víða komið fram sem einsöngvari en einnig sungið með ýmsum kórum meðal annars Kammerkór Bústaðakirkju og Barbörukór Hafnarfjarðar. Hún hefur starfað með hinum þekkta Jazz frumkvöðli Árna Ísleifssyni og í gegnum tíðina hefur hún einnig sungið gospel tónlist. Kiddý Thor syngur við hin ýmsu tækifæri: árshátíðir, afmæli og brúðkaup svo eitthvað sé nefnt og syngur þá við undirleik organista kirkjunnar eða kemur með eigin undirleikara allt eftir því hvað hentar best. Undanfarið hefur þó tónlist sniðin að þörfum barna átt hug hennar allan og þá sérstaklega arfurinn sem kynslóðirnar hafa skilið eftir sig og má ekki týnast í nýjabrumi 20. aldarinnar.

Tónlist.is (7. mars 2014).


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.03.2014